Albert Guðmundsson og samherjar hans í Fiorentina máttu sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Torino á heimavelli í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag, þrátt fyrir að vera manni fleiri meirihluta leiksins.
Ali Dembélé, bakvörður Torino, fékk rauða spjaldið eftir 33 mínútna leik og fimm mínútum síaðr skoraði Moise Kean fyrir Fiorentina, 1:0.
En á 70. mínútu jafnaði Litháinn Gvidas Gineitis fyrir Torino, 1:1, og það urðu lokatölur leiksins.
Albert lék fyrstu 76 mínúturnar í framlínu Fiorentina en var þá skipt af velli.
Fiorentina er í sjötta sæti með 33 stig en hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Torino er með 23 stig í 11. sætinu.