Enski landsliðsmarkmaðurinn James Trafford varði tvær vítaspyrnur þegar Burnley gerði 0:0 jafntefli við Sunderland í B-deild á Englandi á dögunum.
Sunderland fékk vítaspyrnu á 84. mínútu þegar CJ Egan-Rile braut á Wilson Isidor og hann fór sjálfur á punktinn. Trafford valdi rétt horn, fór til hægri og varði spyrnuna.
Oliver Sonne braut svo á Dennis Cirkin á fjórðu mínútu uppbótartímans og aftur fór Isdor á punktinn. Hann skaut í sama horn og aftur varði Trafford.
James Trafford.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 18, 2025
That's it, that's the tweet. pic.twitter.com/T4Ub5zeERk