Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er í liði vikunnar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá ESPN eftir að hann skoraði í 2:1-sigri NAC Breda á Twente um liðna helgi.
Elías Már kom Breda í 2:0 með laglegri afgreiðslu á lofti og hefur nú skorað sex mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu, þar af fjögur í síðustu fjórum leikjum.
Hann er lykilmaður í fremstu víglínu hjá Breda, sem er nýliði í hollensku úrvalsdeildinni en situr í níunda sæti, nær Evrópubaráttu en fallbaráttu.
Markið laglega sem Elías Már skoraði um helgina má sjá hér:
👤 Elías Már Ómarsson (f.1995)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) January 20, 2025
🇳🇱 NAC Breda
🆚 Twente
🇮🇸 #Íslendingavaktin pic.twitter.com/Fd3V7Oynn0