Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur fest kaup á brasilíska sóknarmanninum Kerolin frá bandaríska félaginu North Carolina Courage.
Er hún þriðji leikmaðurinn sem kvennalið Man. City fær til liðs við sig í janúarglugganum eftir að Rebecca Knaak og Aemu Oyama voru sömuleiðis keyptar.
Kerolin er 25 ára gömul og skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning. Hún vann til silfurverðlauna með brasilíska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar.