Rekinn frá þýska stórliðinu

Nuri Sahin hefur verið látinn taka pokann sinn.
Nuri Sahin hefur verið látinn taka pokann sinn. AFP/Ina Fassbender

Þýska félagið Borussia Dortmund hefur vikið Nuri Sahin úr starfi knattspyrnustjóra karlaliðsins eftir að liðið tapaði fyrir Bologna, 2:1, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Var það fjórða tap Dortmund í röð í öllum keppnum.

Sahin tók aðeins við starfinu síðasta sumar, fyrir sjö mánuðum, en ekki hefur gengið sem skyldi hjá honum og liðinu á tímabilinu. Ólst Sahin upp hjá félaginu og hóf leikmannaferil sinn hjá Dortmund.

Dortmund er í tíunda sæti í þýsku 1. deildinni og 13. sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.

Hollendingurinn Erik ten Hag, sem var rekinn frá Manchester United í október síðastliðnum, er talinn líklegastur til þess að taka við starfi knattspyrnustjóra Dortmund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert