Frá PSG til Juventus

Randal Kolo Muani í baráttu við þrjá ísraelska varnarmenn í …
Randal Kolo Muani í baráttu við þrjá ísraelska varnarmenn í leik með Frökkum í Þjóðadeildinni í vetur. AFP/Franck Fife

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur samið við franska sóknarmanninn Randal Kolo Muani um að leika með liðinu að láni frá París SG út yfirstandandi tímabili.

Kolo Muani hefur æft með Juventus undanfarna viku en gat ekki formlega skrifað undir lánssamninginn þar sem PSG var fyrir með sex leikmenn í útláni í öðrum löndum.

Brá franska félagið á það ráð að rifta samningi Juans Bernats, sem hafði verið í láni hjá Villarreal á Spáni, og uppfyllir þá reglur frönsku 1. deildarinnar um útlán á leikmönnum utan Frakklands.

Kolo Muani er 26 ára landsliðsmaður Frakklands sem hefur skorað átta mörk í 27 A-landsleikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert