Liðsfélagi Guðlaugs skrópaði í leik

Guðlaugur Victor Pálsson fagnar sigrinum á Brentford í enska bikarnum …
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar sigrinum á Brentford í enska bikarnum fyrr í mánuðinum. AFP/Glyn Kirk

Enski knattspyrnumaðurinn Morgan Whittaker, leikmaður Plymouth Argyle í ensku B-deildinni, skrópaði í leik liðsins gegn Burnley í gærkvöldi.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Plymouth, sem tapaði 0:5.

Á fréttamannafundi eftir leikinn var Miron Muslic, knattspyrnustjóri Plymouth, spurður út í það hvers vegna hann hafi ekki valið Whittaker í leikmannahópinn í gærkvöldi.

„Morgan mætti ekki. Hann var valinn í hópinn. Hann lét ekki sjá sig. Við áttum leik í dag, hann var valinn en var ekki á svæðinu. Það er það eina sem ég hef að segja um Morgan,“ svaraði Muslic.

Morgan Whittaker fagnar sigrinum á Brentford.
Morgan Whittaker fagnar sigrinum á Brentford. AFP/Glyn Kirk

Whittaker skoraði sigurmark Plymouth í óvæntum 1:0-sigri á Hákoni Rafni Valdimarssyni og félögum í Brentford í ensku bikarkeppninni fyrr í mánuðinum.

Muslic var knattspyrnustjóri Cercle Brugge þegar belgíska liðið kom hingað til lands og tapaði 3:1 fyrir Víkingi úr Reykjavík í Sambandsdeild Evrópu í október síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert