Julian Nagelsmann, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til sumarsins 2028, fram yfir Evrópumótið það ár.
Fyrri samningur Nagelsmanns átti að renna út sumarið 2026, að loknu heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en nú mun hann einnig stýra liðinu á næsta stórmóti eftir það, EM 2028 á Bretlandseyjum og Írlandi.
Nagelsmann tók við sem landsliðsþjálfari Þýskalands í september árið 2023. Undir hans stjórn féllu Þjóðverjar úr leik í átta liða úrslitum EM 2024 á heimavelli með tapi í framlengingu fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar.
Hann er 37 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur af þjálfara að vera verið í fremstu röð síðan árið 2016, þegar hann tók við Hoffenheim. Eftir það stýrði hann RB Leipzig og svo stórliði Bayern München.