Ævintýraleg endurkoma hjá Íslendingaliðinu

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar unnu frábæran sigur í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar unnu frábæran sigur í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Fortuna Dusseldorf vann ótrúlegan endurkomusigur á Karlsruher SC í næst efstu deild þýska fótboltans í dag, 3:2.

Karlsruher var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og komst tveimur mörkum yfir með mörkum frá Fabian Schleusener á 9. mínútu og Robin Heusser á 22. mínútu.

Dzenan Pejcinovic hóf endurkomu Dusseldorf á 47. mínútu með góðu marki áður en Dawid Kownacki jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Kownacki reyndist svo hetja gestanna en hann skoraði með skalla á þriðju mínútu uppbótartíma og tryggði Dusseldorf sigurinn.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir Dusseldorf og átti m.a. skot í stöng í fyrri hálfleik. Liðsfélagi hans Valgeir Lundal Friðriksson var tekinn af velli undir lok leiks.

Eftir sigurinn er Dusseldorf komið upp í 5. sæti deildarinnar með 30 stig og er aðeins fjórum stigum frá toppliði Köln. Karlsruher er í 7. sæti með 29 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert