Van Gaal útilokar endurkomu

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. AFP/Odd Andersen

Louis van Gaal hefur neitað þeim fregnum að hann sé mögulega að taka við knattspyrnustjórastarfi hjá Dortmund eftir að Nuri Sahin var rekinn þaðan á dögunum.

Van Gaal stýrði síðast hollenska landsliðinu og hætti þar árið 2022 og hefur ekki verið í starfi í fótboltanum síðan þá.

Hann segist aðeins hafa áhuga á að taka við landsliði ef hann ætlar að snúa aftur í fótboltann.

„Nei það er ekki möguleiki fyrir mig. Ég myndi aðeins íhuga það að taka að mér landsliðsþjálfarastarf,“ sagði van Gaal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert