Í harðri toppbaráttu án heimasigurs

Frá leik í þýsku 1. deildinni, sem Magdeburg á í …
Frá leik í þýsku 1. deildinni, sem Magdeburg á í harðri baráttu um að komast upp í. AFP/Kirill Kudryavtsev

Staða karlaliðs Magdeburg í knattspyrnu í þýsku B-deildinni er ansi óvenjuleg. Liðið er í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild en bíður þó enn eftir sínum fyrsta heimasigri á tímabilinu.

Magdeburg gerði jafntefli við Braunschweig, 1:1, á heimavelli á föstudagskvöld og hefur þar með gert sjö jafntefli og tapað tveimur af níu heimaleikjum sínum.

Mun betur hefur hins vegar gengið á útivelli þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik.

Liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum frá toppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert