Karólína lagði upp í fyrsta leik ársins

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikur með Leverkusen.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikur með Leverkusen. Ljósmynd/Alex Nicodim

Bayer Leverkusen gengur áfram vel í efstu deild kvenna í þýska fótboltanum en liðið vann útisigur á Freiburg, 2:1, í Freiburg í dag. 

Þetta var fyrsti leikur liðsins í deildinni á árinu en Leverkusen er í þriðja sæti deildarinnar með 29 stig, jafnmörg og topplið Frankfurt og Þýskalandsmeistarar Bayern München. 

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í byrjunarliði Leverkusen en hún lagði upp fyrra mark liðsins á 56. mínútu, en mínútu síðar var hún tekin af velli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert