Vilja losna við íslenska markvörðinn

Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Markvörður­inn Rún­ar Alex Rún­ars­son hef­ur fengið þau skila­boð frá for­ráðamönn­um danska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Kö­ben­havn að hann megi yf­ir­gefa fé­lagið.

Það er danski miðill­inn Tips­bla­det sem grein­ir frá þessu en Rún­ar Alex, sem er 29 ára gam­all, gekk til liðs við Kö­ben­havn frá Arsenal í fe­brú­ar á síðasta ári. 

Markvörður­inn skrifaði und­ir samn­ing sem gild­ir út keppn­is­tíma­bilið 2026-27 en hann hef­ur aðeins komið við sögu í ein­um keppn­is­leik með fé­lag­inu og það var í 2. um­ferð Sam­bands­deild­ar­inn­ar gegn Bruno's Mag­pies frá Gíbralt­ar þann 1. ág­úst.

Markvörður­inn hef­ur einnig leikið með Nord­sjæl­land, Dijon og Arsenal á leik­manna­ferl­in­um og þá hef­ur hann einnig leikið með OH Leu­ven, Al­anya­spor og Car­diff City á láni frá Arsenal.

Hann á að baki 27 A-lands­leiki fyr­ir Ísland en hann hef­ur ekki verið í landsliðshópn­um í und­an­förn­um verk­efn­um vegna lít­ils spil­tíma með fé­lagsliðum sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert