Draumabyrjun Gísla í Póllandi

Gísli Gottskálk Þórðarson byrjaði frábærlega með Lech Poznan.
Gísli Gottskálk Þórðarson byrjaði frábærlega með Lech Poznan. Ljósmynd/Lech Poznan

Gísli Gottskálk Þórðarson fór beint í byrjunarlið toppliðs Lech Poznan í efstu deild Póllands í knattspyrnu og lagði upp mark í 4:1-sigri á Widzew Lodz á heimavelli í kvöld.

Gísli var keyptur frá Víkingi úr Reykjavík fyrr í mánuðinum og hófst keppni að nýju í deildinni í kvöld eftir vetrarfrí.

Hann lék allan leikinn á miðjunni hjá Lech og lagði upp þriðja mark liðsins, þegar liðið komst í 3:0.

Með sigrinum styrkt Lech stöðu sína á toppnum í Póllandi. Liðið er með 41 stig, fimm stigum meira en Rakow í öðru sæti, sem á þó leik til góða gegn Davíð Kristjáni Ólafssyni og félögum í Cracovia á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert