Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark Düsseldorf er liðið lagði Ulm, 3:2, á heimavelli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Mark Ísaks var af dýrari gerðinni því miðjumaðurinn skoraði með glæsilegu langskoti strax á níundu mínútu. Þetta er hans sjöunda mark í 20 leikjum liðsins á tímabilinu.
Düsseldorf er í fjórða sæti deildarinnar og í hörðum slag um að fara upp í efstu deild.
Markið má sjá hér fyrir neðan.