Keyptur heim á Skagann frá Frakklandi

Haukur Andri Haraldsson í leik með ÍA gegn Fram á …
Haukur Andri Haraldsson í leik með ÍA gegn Fram á síðasta ári. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Knattspyrnudeild ÍA hefur gengið frá kaupum á Hauki Andra Haraldssyni frá Lille í Frakklandi en Haukur kom til Lille frá uppeldisfélaginu árið 2023.

Eldri bróðir hans, Hákon Arnar Haraldsson, er í stóru hlutverki hjá Lille en Haukur er nú snúinn heim og hefur gert þriggja ára samning við ÍA.

Hann lék með ÍA að láni frá Lille á síðasta tímabili, alls ellefu leiki í Bestu deildinni. Hann hefur alls leikið 26 leiki í efstu deild og skorað eitt mark. Hann hefur einnig gert eitt mark, í tíu leikjum í 1. deild.

Haukur á 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands en hann fagnar tvítugsafmæli sínu í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert