Hákon Arnar Haraldsson átti afar góðan leik fyrir Lille er liðið sigraði Saint-Étienne í efstu deild Frakklands í fótbolta í kvöld, 4:1.
Í stöðunni 1:1 á 48. mínútu fékk Dylan Batubinsika beint rautt spjald fyrir að brjóta á Hákoni þegar Skagamaðurinn var að sleppa í gegn.
Skömmu síðar komst Lille í 2:1 og Hákon lagði svo upp mark á Gabriel Gudmundsson á 72. mínútu.
Því miður fyrir Hákon fór hann síðan meiddur af velli á 84. mínútu en ekki er vitað hve lengi íslenski landsliðsmaðurinn verður frá keppni.