Í liði umferðarinnar hjá Kicker

Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar marki með landsliði Íslands.
Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar marki með landsliði Íslands. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var á meðal bestu manna helgarinnar í þýsku B-deildinni, samkvæmt íþróttafjölmiðlinum Kicker.

Ísak er í liði umferðarinnar eftir góða frammistöðu og glæsilegt mark fyrir Düsseldorf þegar liðið lagði Ulm að velli, 3:2, á laugardaginn.

Skagamaðurinn hefur verið í byrjunarliði Düsseldorf í öllum 20 leikjum tímabilsins og skorað sjö mörk en þarf nú að taka sér eins leiks hvíld því hann er kominn í bann vegna gulra spjalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert