Svakaleg toppbarátta í Þýskalandi

Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir. AFP/Ronny Hartmann

Bikarmeistarar Wolfsburg unnu góðan heimasigur á Jena, 3:0, í efstu deild kvenna í þýska fótboltanum í kvöld. 

Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á 57. mínútu en með sigrinum er Wolfsburg í þriðja sæti með 31 stig. 

Á toppnum er óvænt lið Frankfurt með stigi meira en Þýskalandsmeistarar Bayern München, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði, eru í öðru með jafnmörg stig og Frankfurt. 

Bayer Leverkusen, þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilar, er síðan í fjórða sæti með 29 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert