Verður fertugur í Bæjaralandi

Manuel Neuer verður enn eitt árið hjá Bayern.
Manuel Neuer verður enn eitt árið hjá Bayern. AFP/Ina Fassbender

Manuel Neuer hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við þýska stórveldið Bayern München. 

Neuer, sem er einn albesti markvörður sögunnar, hefur verið hjá Bayern síðan 2011 og leikið 547 leiki með félaginu. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2026.

Hann hóf ferilinn hjá Schalke áður en hann gekk í raðir Bayern og komst almennilega á sviðsljósið á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku árið 2010. 

Neuer, sem er fæddur árið 1986, mun því verða fertugur áður en hann yfirgefur Bayern. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert