Adam skipti um félag á Ítalíu

Adam Ægir Pálsson í leik með Val.
Adam Ægir Pálsson í leik með Val. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson er genginn til liðs við Novara, sem leikur í C-deild á Ítalíu, að láni frá Val út yfirstandandi tímabil.

Adam Ægir lék fyrri hluta tímabilsins að láni hjá Perugia í sömu deild en voru tækifærin af skornum skammti.

Novara á möguleika á því að kaupa hann af Val að tímabilinu loknu.

Adam Ægir lék tólf leiki fyrir Perugia í öllum keppnum og skoraði þrjú mörk en þau komu öll í fyrsta leiknum gegn Latina í bikar neðri deilda á Ítalíu í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert