Aron Einar Gunnarsson sneri aftur í lið Al-Gharafa frá Katar þegar það lagði Pakhtakor frá Úsbekistan að velli, 1:0, í Meistaradeild Asíu í knattspyrnu í dag.
Aron Einar samdi við Al-Gharafa í september síðastliðnum en hefur aðeins verið gjaldgengur í Meistaradeildinni og alls spilað fimm leiki í keppninni.
Í dag lék hann allan leikinn á miðjunni hjá Al-Gharafa, sem er í sjöunda sæti af tólf liðum í vesturhluta Meistaradeildar Asíu með sjö stig eftir sjö leiki.
Átta eftust liðin fara í 16-liða úrslit.