Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði stórglæsilegt mark í tapi Bayer Leverkusen fyrir Frankfurt, 3:2, í stórleik umferðarinnar í efstu deild þýska fótboltans um síðustu helgi.
Karolína jafnaði metin í 1:1 með glæstu langskoti en það dugði ekki til.
Mark Karólínu var tilnefnt sem eitt af mörkum vikunnar hjá DAZN sem tekur í hverri viku fyrir fjögur mörk úr þeim kvennadeildum sem sjónvarpsveitan sýnir.
Hér að neðan má sjá mark Karólínu en það er annað í röðinni.
‘Goal of the Week’ is here! Four goals are up against each other to get the crown! 💥⚽️
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) February 4, 2025
🔥 María Alharilla for Levante UD
🔥 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir for Bayer Leverkusen
🔥 Manuela Giugliano for AS Roma
🔥 Romee Leuchter for Paris Saint-Germain
Who’s the best of the… pic.twitter.com/JUYXay3w01