Hollenski knattspyrnumaðurinn Memphis Depay hefur verið úrskurðaður í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dóminn hlýtur hann fyrir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.
Depay var handtekinn í Mónakó um morguninn 6. ágúst síðastliðinn. Hann er einnig sektaður um 9.000 evrur og má ekki keyra í Mónakó næstu tvö árin. Hann játaði sök.
Depay leikur í dag með Corinthians í brasilísku deildinni en hann hefur meðal annars spilað með Manchester United, Lyon og Barcelona.