Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane er með klásúlu í samningi sínum við þýska knattspyrnustórveldið Bayern München.
Kane, sem er 31 árs, gekk í raðir Bayern sumarið 2023 eftir að hafa verið á mála hjá Tottenham allan ferilinn.
Hann hefur verið frábær hjá Bayern og er kominn með 70 mörk í 72 leikjum fyrir félagið.
Bild segir að það sé klásúla í samningi Kanes sem gerir honum kleift að ræða við önnur félög ef þau eru reiðubúin að greiða 67 milljónir punda fyrir hann.
Þetta var raunin í janúarglugganum í ár og á næsta ári verður upphæðin enn lægri eða 54 milljónir punda.
Miðilinn segir þó Kane vera afskaplega ánægðan í Þýskalandi og hefur hann lítinn áhuga á að virkja klásúluna. Hún er þó til staðar ef eitthvað skyldi breytast.