Real í undanúrslit eftir dramatík

Gonzalo Garcia fagnar sigurmarkinu.
Gonzalo Garcia fagnar sigurmarkinu. AFP/Javier Soriano

Real Madrid er komið í undanúrslit spænska bikarsins í fótbolta eftir útisigur á Leganés, 3:2, í kvöld.

Real þurfti að hafa fyrir hlutunum, þrátt fyrir að Luka Modric og Endrick hafi báðir skorað á fyrstu 25 mínútunum.

Juan Cruz minnkaði muninn á 39. mínútu með marki úr víti og jafnaði á 59. mínútu.

Stefndi allt í framlengingu þegar hinn tvítugi Gonzalo García skoraði sigurmark Real í uppbótartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert