Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, íhugar að hætta með framlengingu í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Enski miðillinn The Guardian greinir frá. Tilgangur reglubreytinganna er að minnka álag liða í keppninni.
Yrði þá farið beint í vítakeppni sé staðan eftir tvo leiki jöfn. Yrðu breytingarnar í fyrsta lagi árið 2027.
Bestu lið álfunnar spila fleiri leiki en nokkru sinni fyrr með fjölgun leikja í Meistaradeildinni og stækkun HM félagsliða.