Karlalið spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona hefur skorað 109 mörk í 35 leikjum á tímabilinu.
Það eru einu marki minna en liðinu tókst að skora á öllu tímabilinu í 53 leikjum í fyrra.
Börsungar unnu Valencia 5:0 á útivelli í spænska bikarnum í gærkvöldi. Undir lok síðasta mánaðar vann Barcelona Valencia 7:1 í deildinni og hefur því skorað 12 mörk gegn liðinu í tveimur leikjum.
Barcelona hefur þá einnig skorað fjögur mörk eða fleiri í sex af síðustu tíu leikjum sínum.