Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Jermaine Jenas snýr aftur í enska fjölmiðla sem breyttur og betri maður að eigin sögn.
Jenas var rekinn frá breska ríkissjónvarpinu fyrir að senda óviðeigandi skilaboð til samstarfskvenna.
Var miðjumaðurinn fyrrverandi sérfræðingur fyrir Match of the Day-þáttinn sívinsæla þar sem farið er yfir alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar.
Útvarpsstöðin Talksport hefur nú ráðið Jenas til starfa og hann mætti í viðtöl á stöðina við tilefnið.
„Þú verður að taka ábyrgð fyrir gjörðum þínum og þegar þú samþykkir að þú hafir gert mistök er kominn tími á að vinna í sjálfum þér. Það var ástæða fyrir því að ég gerði þessa hluti og ég hef leitað mér hjálpar. Ég er orðinn betri maður,“ sagði hann.