Þýska stórliðið Bayer Leverkusen gerði í gær markalaust jafntefli við Wolfsburg á útivelli í efstu deild karla í þýska fótboltanum. Með jafnteflinu jafnaði liðið met yfir flesta leiki án taps á útivelli.
Leverkusen hefur nú spilað 27 útileiki í þýsku deildinni án þess að tapa og jafnar þar með met tveggja liða. Bayern München tapaði ekki útileik frá 1983-1987 og þá tapaði Schalke ekki heldur útileik á tímabilinu 1992-1993.
Það merkilega við þetta er að sami þjálfari þjálfaði Bayern München og Schalke og var það Þjóðverjinn Udo Lattek.
Leverkusen leikur næsta útileik þann 22. febrúar gegn Holsten Kiel og ef liðið tapar ekki þá hefur það slegið þetta met.
Leverkusen situr í 2. sæti þýsku deildarinnar en það er átta stigum á eftir toppliði Bayern München.