Glódís bjargaði og Bayern á toppinn

Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München.
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München. AFP/Adrian Dennis

Þýskalandsmeistarar Bayern München komust í dag í efsta sæti 1. deildar kvenna í fótboltanum þar í landi og Glódís Perla Viggósdóttir  fyrirliði Bayern átti sinn þátt í því.

Bayern lagði þar Hoffenheim á útivelli í hörkuleik, 3:1, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í uppbótartíma.

Dominika Grawowska kom Hoffenheim yfir á 25. mínútu en Klara Bühl jafnaði fyrir Bayern eftir sendingu frá Pernillu Harder á 34. mínútu og staðan var 1:1 í hálfleik.

Bühl lagði upp mark fyrir Alara Sehitler á 72. mínútu og kom Bayern í 2:1. Skömmu fyrir leikslok kom Glódís í veg fyrir að Hoffenheim jafnaði metin þegar hún forðaði jöfnunarmarki.

Í uppbótartímanum skoraði síðan Harder eftir sendingu frá Leu Schüller og tryggði Bayern sigurinn.

Bayern er komið með 35 stig á toppnum en Eintracht Frankfurt og Wolfsburg eru með 32 stig og Leverkusen 30.

Eintracht getur endurheimt efsta sætið síðar í dag þegar liðið mætir toppliðinu Turbine Potsdam en markatalan hjá Eintracht er mun betri en hjá Bayern.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert