María skoraði fallegt mark

María Ólafsdóttir Gros fagnar marki þegar hún lék með Fortuna …
María Ólafsdóttir Gros fagnar marki þegar hún lék með Fortuna Sittard í Hollandi. Ljósmynd/Fortuna Sittard

María Ólafsdóttir Gros skoraði fallegt mark fyrir sænska knattspyrnuliðið Linköping í gær þegar það gerði jafntefli, 3:3, við Djurgården.

Um æfingaleik liðanna var að ræða en þau búa sig undir keppnistímabilið í Svíþjóð sem hefst með bikarkeppninni í byrjun mars og sænska úrvalsdeildin hefst síðan 21. mars.

Fleiri Íslendingalið mættust í æfingaleikjum í gær. Sænsku meistararnir Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með, burstuðu FC Köbenhavn, 8:0, en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir leikur með danska liðinu.

Kristianstad frá Svíþjóð og Bröndby frá Danmörku skildu jöfn, 1:1, en fimm íslenskar landsliðskonur spila með þessum tveimur liðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert