Nálgast efstu liðin á Spáni

Real Sociedad er í baráttunni um Evrópusæti.
Real Sociedad er í baráttunni um Evrópusæti. AFP/Ander Gillenea

Orri Steinn Óskarsson og samherjar hans í Real Sociedad færðust nær efstu liðum spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar þeir sigruðu Espanyol á heimavelli, 2:1.

Sheraldo Becker kom Real Sociedad yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Javi Puado jafnaði fyrir Espanyol úr vítaspyrnu á 53. mínútu en Brais Mendez skoraði sigurmarkið á 84. mínútu.

Orri Steinn var í byrjunarliði Real Sociedad en var skipt af velli ásamt tveimur öðrum á 62. mínútu leiksins.

Real Sociedad lyfti sér með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig. Enn eru þó þrettán stig í öruggt Meistaradeildarsæti en Athletic Bilbao er með 44 stig í fjórða sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert