Óvæntur bikarsigur elsta félags Skotlands

Stemningin á Ibrox er jafnan góð en í dag voru …
Stemningin á Ibrox er jafnan góð en í dag voru áhorfendur þar steini lostnir. AFP/Andy Buchanan

Elsta knattspyrnufélag Skotlands og eitt það elsta í heimi, Queen's Park, vann sögulegan og gríðarlega óvæntan ósigur á stórveldinu Rangers, 1:0, í skosku bikarkeppninni í dag, og það á heimavelli Rangers í Glasgow, Ibrox Park.

Queen's Park varð fyrsta liðið í sögunni sem leikur utan efstu deildar til að slá Rangers út úr bikarnum á heimavelli.

Seb Drozd skoraði sigurmark Queen's Park á 69. mínútu, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Queen's Park var stofnað árið 1867 og er talið vera tíunda elsta knattspyrnufélag heims. Heimavöllur félagsins er sjálfur Hampden Park í Glasgow, þjóðarleikvangur Skota, en hann rúmar tæplega 52 þúsund áhorfendur.

Félagið hélt gildum áhugamennsku á lofti í 152 ár og tók ekki upp atvinnumennsku fyrr en árið 2019 þrátt fyrir liðið léki ávallt í skosku atvinnudeildunum og væri í efstu deild allt frá árinu 1900 til 1958.

Í dag leikur Queen's Park í skosku B-deildinni og er þar í fimmta sæti af tíu liðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert