Plymouth henti Liverpool úr bikarnum

Liðsmenn Plymouth fagna marki Ryan Hardie úr vítaspyrnu í dag.
Liðsmenn Plymouth fagna marki Ryan Hardie úr vítaspyrnu í dag. AFP/Henry Nicholls

Plymouth tók á móti Liverpool í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Leikið var á Home Park, heimavelli Plymouth og endaði leikurinn með óvæntum sigri Plymouth, 1:0.

Óhætt er að segja að fyrri hálfleikur hafi verið tíðindalítill en nánast ekkert markvert gerðist á fyrstu 45 mínútum leiksins.

Á 53. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu þegar skot Mustapha Bundu fór í hendina á Harvey Elliott innan vítateigs Liverpool. Á punktinn steig Ryan Hardie og kom hann Plymouth yfir með öruggu skoti sem Caoimhín Kelleher réði ekki við.

Guðlaugur Victor Pálsson kom inná í vörn Plymouth á 67. mínútu þegar hann leysti Julio Pleguezuelo af hólmi.

Liverpool liðið reyndi hvað það gat að jafna metin en allt kom fyrir ekki og fögnuðu heimamenn í Plymouth afar óvæntum sigri.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Plymouth 1:0 Liverpool opna loka
90. mín. Conor Hazard (Plymouth) fær gult spjald Fyrir að tefja.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert