Rautt spjald hafði engin áhrif á Börsunga

Markaskorararnir Fermín López og Robert Lewandowski fagna en sá fyrrnefndi …
Markaskorararnir Fermín López og Robert Lewandowski fagna en sá fyrrnefndi fékk rautt spjald. AFP/Cristina Quicler

Barcelona vann þægilegan útisigur á Sevilla, 4:1, þrátt fyrir að vera manni færri í hálftíma í efstu deild karla í spænska fótboltanum í kvöld. 

Barcelona er nú í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Real Madrid og stigi á eftir nágrönnum þeirra í Atlético. Sevilla er í 13. sæti með 28 stig. 

Robert Lewandowski kom Barcelona yfir á sjöundu mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Ruben Vargas metin, 1:1. 

Fermín López kom Barcelona yfir á 46. mínútu, mínútu eftir að hann kom inn á, og Raphinha kom Börsungum í 3:1 á þeirri 55. 

Á 62. mínútu fékk hins vegar López beint rautt spjald og var Barcelona manni færri. 

Það hafði engin áhrif en Eric Garcia bætti við fjórða marki Börsunga undir lokin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert