Topplið Napoli missteig sig þegar liðið gerði jafntefli við Udinese, 1:1, í ítölsku A-deild karla í knattspyrnu á heimavelli í Napoli í kvöld.
Napoli er í toppsætinu með 55 stig, fimm stiga forskot á Ítalíumeistara Inter Mílanó, sem mæta Fiorentina á heimavelli annað kvöld. Udinese er í tíunda sæti með 30 stig.
Scott McTominay kom Napoli yfir á 37. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Jurgen Ekkelnkamp fyrir Udinese, 1:1, og þar við sat.