Úlfarnir áfram í bikarnum

Matheus Cunha fagnar marki sínu í dag.
Matheus Cunha fagnar marki sínu í dag. AFP/Paul Ellis

Blackburn og Wolves mættust í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag en leikið var á Ewood Park vellinum í Blackburn og endaði leikurinn með sigri Wolves, 2:0.

Það voru landarnir frá Brasilíu sem sáu um markaskorun Úlfanna í dag en Joao Gomes skoraði á 33. mínútu og Matheus Cunha bætti við öðru marki aðeins mínútu síðar.

Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Blackburn í dag en hann er að jafna sig eftir meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert