Albert lék gegn meisturunum

Albert Guðmundsson og félagar töpuðu fyrir toppliðinu.
Albert Guðmundsson og félagar töpuðu fyrir toppliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ítalíumeistarar Inter Mílanó höfðu betur gegn Fiorentina, 2:1, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu hjá Fiorentina í stöðunni 2:1.

Inter komst yfir á 28. mínútu þegar Marin Pongracic skoraði sjálfsmark en Rolando Mandragora jafnaði á 44. mínútu með marki úr víti.

Var staðan í hálfleik 1:1 en Marko Arnautovic skoraði sigurmark Inter á 52. mínútu.

Napólí er í toppsætinu með 55 stig og Inter í öðru sæti með 54. Fiorentina er í sjötta sæti með 42 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert