Flottar fréttir fyrir Frey

Freyr Alexandersson tók við Brann á dögunum.
Freyr Alexandersson tók við Brann á dögunum. Ljósmynd/Brann

Freyr Alexandersson, nýr þjálfari norska knattspyrnuliðsins Brann, fékk góðar fréttir í dag.

Aune Heggebö, einn besti leikmaður liðsins, framlengdi samning sinn við félagið til ársins 2028, þrátt fyrir áhuga erlendra félaga.

Heggebö hefur m.a. verið orðaður við Lech Poznan í Póllandi, Sampdoria á Ítalíu og Holstein Kiel í Þýskalandi.

Hann er 23 ára sóknarmaður sem skoraði ellefu mörk í 29 leikjum í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert