Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og leikmaður Inter Mílanó, er efst í einkunnagjöf ungra leikmanna ítölsku A-deildarinnar samkvæmt úrslitavefnum vinsæla Sofascore.
Cecilía Rán trónir á toppi leikmanna sem eru undir 23 ára aldri, en hún er enn aðeins 21 árs þrátt fyrir að búa yfir mikilli reynslu.
Markvörðurinn knái er með 7,36 í meðaleinkunn í þeim 16 deildarleikjum sem hún hefur spilað, en Cecilía Rán er lykilmaður Inter sem er í öðru sæti deildarinnar.