Dortmund í góðum málum – Juventus vann

Serhou Guirassy skoraði eitt marka Borussia Dortmund í kvöld.
Serhou Guirassy skoraði eitt marka Borussia Dortmund í kvöld. AFP/Patrícia de Melo Moreira

Borussia Dortmund er í afar góðri stöðu í viðureign sinni gegn Sporting Lissabon eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3:0 í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Lissabon í kvöld.

Liðin mætast aftur í Dortmund í næstu viku þar sem heimamenn taka með sér tveggja marka forskot.

Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Serhou Guirassy, Pascal Gross og Karim Adeyemi sem skoruðu fyrir Dortmund í síðari hálfleik.

Juventus og PSV mættust þá í Tórínó þar sem heimamenn unnu 2:1. Juventus er því með naumt forskot fyrir síðari leikinn í Eindhoven í næstu viku.

Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie kom Juventus yfir í fyrri hálfleik en króatíski reynsluboltinn Ivan Perisic jafnaði metin snemma í þeim síðari.

Samuel Mbangula tryggði Juventus svo sigurinn átta mínútum fyrir leikslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert