Danski knattspyrnuþjálfarinn Brian Priske var í gær rekinn frá hollenska félaginu Feyenoord en hann tók við liðinu af Arne Slot í sumar þegar Slot tók við Liverpool.
Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins er slæmum úrslitum og móral kennt um hvernig fór. Vel gekk í Meistaradeildinni en stöðugleika vantaði.
Aðstoðarmenn Prise hafa einnig verið látnir fara, þeir Lukas Babalola frá Danmörku og Björn Hamberg frá Svíþjóð.
Feyenoord er í fimmta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig eftir 21 leik. Liðið hafnaði í 19. sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og mætir AC Milan í umspili um sæti í 16-liða úrslitum.