Seldur rétt fyrir leikinn við Víking

Andrasz Sporar er kominn til Tyrklands.
Andrasz Sporar er kominn til Tyrklands. Ljósmynd/Panathinaikos

Gríska knattspyrnufélagið Panathinaikos hefur selt slóvenska sóknarmanninn Andraz Sporar til Alanyaspor í Tyrklandi.

Panathinaikos mætir Víkingi í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Fyrri leikurinn er í Helsinki á fimmtudag og seinni leikurinn viku síðar í Aþenu.

Sporar, sem er þrítugur, kom til Panathinaikos frá Sporting í Portúgal árið 2022. Hann var að láni hjá Middlesbough á Englandi tímabilið 2021/22.

Framherjinn hefur mikið glímt við meiðsli undanfarna mánuði og ekki náð að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Panathinaikos.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert