Ten Hag á heimleið?

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Oli Scarff

Erik ten Hag er einn af þeim knattspyrnustjórum sem eru á óskalista karlaliðs Feyenoord eftir að Dananum Brian Priske var vikið frá störfum í gær.

Priske tók við starfinu af Hollendingnum Arne Slot, sem tók við Liverpool síðasta sumar.

Ten Hag var rekinn frá erkifjendum Liverpool í Manchester United í október síðastliðnum og er nú ofarlega á lista hjá Feyenoord samkvæmt hollenska miðlinum Algemeen Dagblad.

Hollenski stjórinn stýrði áður erkifjendum Feyenoord í Ajax við afar góðan orðstír áður en hann tók við Man. United sumarið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert