Sigur í fyrsta leik Arnórs

Arnór spilaði sinn fyrsta leik fyrir Malmö í dag.
Arnór spilaði sinn fyrsta leik fyrir Malmö í dag. Ljósmynd/Malmö

Sænska 1. deild­in í fót­bolta hófst í dag með leik Djurg­ar­den og Mal­mö þar sem Skagamaður­inn Arn­ór Sig­urðsson var í byrj­un­arliði Mal­mö. Leikn­um lauk með sigri Mal­mö, 1:0.

Það var Jens Stry­ger Lar­sen sem skoraði eina mark leiks­ins djúpt í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks.

Arn­ór lék fyrstu 61 mín­út­una og nældi sér í gult spjald und­ir lok fyrri hálfleiks. Daní­el Trist­an Guðjohnsen var ekki í leik­manna­hópi Mal­mö í dag.

Erfitt í Fen­eyj­um

Mika­el Eg­ill Ell­erts­son spilaði 67 mín­út­ur fyr­ir Venezia þegar liðið tapaði 1:0 fyr­ir Bologna í ít­ölsku A-deild­inni í dag.

Riccar­do Or­sol­ini reynd­ist hetja gest­anna í Bologna en hann skoraði eina mark leiks­ins á 49. mín­útu.

Bjarki Steinn Bjarka­son sat all­an tím­ann á vara­manna­bekk Venezia en Andri Fann­ar Bald­urs­son var ekki í leik­manna­hópi Bologna í dag.

Eft­ir leik­inn er Venezia í 19. sæti deild­ar­inn­ar með 20 stig, fimm stig­um frá ör­uggu sæti. Bologna er hins­veg­ar í 4. sæti deild­ar­inn­ar með 56 stig og er í hörku­bar­áttu um að enda í Meist­ara­deild­ar­sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert