París SG tryggði sér franska meistaratitilinn í knattspyrnu karla eftir 1:0-sigur á Angers á heimavelli í dag.
Félagið hefur nú alls orðið Frakklandsmeistari þrettán sinnum og þetta er ellefti titillinn sem það vinnur á þrettán árum.
Désiré Doué skoraði sigurmark leiksins á 55. mínútu eftir fyrirgjöf frá Khvicha Kvaratskhelia sem tryggði liðinu sigurinn og titilinn.