PSG franskur meistari

Luis Enrique, stjóri PSG, var tolleraður eftir leikinn.
Luis Enrique, stjóri PSG, var tolleraður eftir leikinn. AFP/Franck Fife

Par­ís SG tryggði sér franska meist­ara­titil­inn í knatt­spyrnu karla eft­ir 1:0-sig­ur á An­gers á heima­velli í dag.

Fé­lagið hef­ur nú alls orðið Frakk­lands­meist­ari þrett­án sinn­um og þetta er ell­efti tit­ill­inn sem það vinn­ur á þrett­án árum.

Désiré Doué skoraði sig­ur­mark leiks­ins á 55. mín­útu eft­ir fyr­ir­gjöf frá Khvicha Kvarat­skhelia sem tryggði liðinu sig­ur­inn og titil­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert