Njarðvík Íslandsmeistari

Friðrik Ragnarsson fyrirliði Njarðvíkinga hampar Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik í dag. …
Friðrik Ragnarsson fyrirliði Njarðvíkinga hampar Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik í dag. Njarðvík lagði KR í þriðja leik liðanna 106-94 í á Seltjarnarnesi. Morgunblaðið/Kristinn

Njarðvík er Íslandsmeistari í körfuknattleik karla eftir sigur á KR 106-94 í þriðja leik liðanna. Leikurinn fór fram á heimavelli KR á Seltjarnarnesi. Njarðvík vann alla þrjá úrslitaleiki liðanna.

Staðan í hálfleik var 53-43 Njarðvík í vil. Í upphafi síðari hálfleiks náðu KR-ingar að minnka forskotið og var staðan orðin 58-62 Njarðvík í vil þegar skammt var liðið á síðari hálfleik. Þá tóku Njarðvíkingar til sinna ráða og komust í 91-72 þegar skammt var til leiksloka og héldu fengnum hlut. Þetta var í 10 skipti sem Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar og í áttunda skiptið frá því að úrslitakeppnin hóf göngu sína. Stigahæstur í liði Njarðvík í leiknum í dag var Petey Sessoms með 34 stig en hjá KR var Keith Vassel stigahæstur með 29 stig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert