Friðrik Ragnarsson fyrirliði Njarðvíkinga hampar Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik í dag. Njarðvík lagði KR í þriðja leik liðanna 106-94 í á Seltjarnarnesi.
Morgunblaðið/Kristinn
Njarðvík er Íslandsmeistari í körfuknattleik karla eftir sigur á KR 106-94 í þriðja leik liðanna. Leikurinn fór fram á heimavelli KR á Seltjarnarnesi. Njarðvík vann alla þrjá úrslitaleiki liðanna.