Vala Flosadóttir í 9. sæti í stangarstökkinu

Vonbrigði Völu leyndu sér ekki þegar hún felldi 4,25 í …
Vonbrigði Völu leyndu sér ekki þegar hún felldi 4,25 í þriðja sinn. Reuters

Vala Flosadóttir er úr leik í úrslitum stangarstökkskeppni kvenna á EM í frjálsum íþróttum. Vala felldi 4,25 þrívegis og endaði í 9. sæti af 15 í úrslitum en aðeins þrír keppendur komust yfir 4,25.

Að sögn Ívars Benediktssonar íþróttafréttamanns Morgunblaðsins, sem er í Búdapest, virkaði Vala mjög óörugg í keppninni í dag sem er mjög óvenjulegt þegar hún á í hlut. Hún var oft hikandi í atrennunni og stökkin voru eftir því.Vala sleppti byrjunarhæðinni, 3,95, og felldi 4,05 tvívegis en komst yfir í þriðju tilraun, og stökk síðan yfir 4,15 í annarri tilraun en felldi 4,25 þrívegis. Í tvö fyrstu skiptin féll ráin þó ekki fyrr en nokkru eftir að Vala var lent á dýnunni. Evrópumeistari í stangarstökki varð Anchela Balakhonova frá Úkraínu en hún fór yfir 4,31 og þurfti aðeins tvær tilraunir til þess. Balakhonova varð einnig Evrópumeistari innanhúss í Barcelona í vetur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka