Hjörvar og Steinþór Norðurlandameistarar

Íslendingar eignuðust í gær fyrsta Norðurlandameistaratitil sinn í keilu er Hjörvar Ingi Haraldsson og Steinþór Geirdal Jóhannsson sigruðu í tvímenningi á NM sem haldið er í Keilu í Mjódd í Reykjavík. Steinþór er auk þess efstur í keppni einstaklinga þegar keppnin er rúmlega hálfnuð.

 Hjörvar, sem er 19 ára, og Steinþór, sem er einu ári yngri, fengu samtals 2.461 pinna eða stig. Þeir voru mjög jafnir og munaði aðeins einum pinna á þeim, Hjörvar með 1.231 og Steinþór með 1.230 pinna. Báðir fengu þeir 35 fellur í þessum sex leikjum. Svíar höfnuðu í öðru sæti með 2.411 stig og Danir í þriðja með 2.407 stig. Íslensku strákarnir eru báðir með í baráttunni um Norðurlandameistaratitil einstaklinga. Steinþór er efstur með 208,5 pinna að meðaltali, Svíinn Magnus Zachrisson annar með 206,8 og Hjörvar þriðji með 200,8 að meðaltali.  Í gær var einnig keppt til úrslita í tvímenningi kvenna og þar höfðu Svíar mikla yfirburði og nældu í öll verðlaunin. Í sigursveitinni voru Malin Glendert og Veronica Lantto og hlutu samtals 2.329 pinna.  Þá er parakeppni lokið en þar unnu Finnar, Svíar urðu í örðu sæti og B-sveit Finna í þriðja. Íslenska A-sveitin kom síðan í fjórða sæti, en hana skipuðu Matthildur Gunnarsdóttir og Steinþór G. Jóhannsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert